Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. maí 2015 11:30
Arnar Geir Halldórsson
Advocaat gráti næst í leikslok
Advocaat leyndi ekki tilfinningum sínum á Emirates
Advocaat leyndi ekki tilfinningum sínum á Emirates
Mynd: Getty Images
Dick Advocaat, stjóri Sunderland, var hrærður eftir að liðið tryggði sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli gegn Arsenal í gærkvöldi.

Það mátti sjá tár á hvarmi gamla mannsins í leikslok en þessi 67 ára gamli Hollendingur tók við Sunderland af Gus Poyet fyrr í vetur.

„Það hafði enginn trú á að við myndum tryggja þetta hér á móti þessu frábæra liði. Þegar þú bjargar þér sjálfur, eins og við gerðum hér, þá hefur það sérstaka þýðingu".

„Við vorum skipulagðir og höfðum trú á verkefninu. Ég hef alltaf haft trú á að við myndum halda okkur uppi og ég trúði á leikmennina og gæði þeirra".

Advocaat segir að lykilinn að því að halda liðinu uppi hafi verið að færa leikmönnum sínum sjálfstraust.

„Ég sagði við strákana að þeir væru ekki hérna af því að þeir væru góðir gaurar heldur af því að þeir eru góðir leikmenn, sagði Advocaat.
Athugasemdir
banner
banner