fim 21. maí 2015 15:30
Fótbolti.net
Hófið - Lágt kaup og 100 mörk
Lokahóf 4. umferðar Pepsi-deildarinnar
Fullt af áhugaverðum úrslitum!
Fullt af áhugaverðum úrslitum!
Mynd: Fótbolti.net
Atli Viðar Björnsson fær heiðursverðlaun!
Atli Viðar Björnsson fær heiðursverðlaun!
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mafían er með þetta!
Mafían er með þetta!
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Úr leik Fylkis og KR.
Úr leik Fylkis og KR.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Pepsi-deildin fer hreint frábærlega af stað og stefnir í gríðarlega skemmtilegt mót. Fjórða umferðin fór fram í gær og til að hita upp fyrir Eurovision þá höldum við lokahóf svo allir verða komnir í gírinn þegar hún María okkar stígur á svið.

Allt er þetta til gamans gert og til að krydda umræðuna um þessa skemmtilegu deild.

Leikur umferðarinnar: Víkingur 2 - 2 Stjarnan
Það var líf og fjör í Víkinni í stórleik umferðarinnar, sérstaklega í fyrri hálfleiknum. Fullt af færum, skrautlegt sjálfsmark og allur pakkinn. Sláin kom svo í veg fyrir að skorað var í seinni hálfleik.
Sjáðu skýrsluna

EKKI lið umferðarinnar:

Markverðir hafa rifið sig upp og að mörgu leyti ósanngjarnt að henda Árna í rammann. En hann hefði átt að gera betur í öðru marki FH og fékk á sig flest mörk í umferðinni.

Atvik umferðarinnar: Rolf Toft
Það tók hann 23 sekúndur fyrir Víking að skora gegn gömlu félögunum!

Ekki innkoma umferðarinnar: Tómas Óli Garðarsson
Kom inn hjá Val á 77. mínútu, Blikar skora á 79. mínútu og hann fer meiddur af velli nokkrum minútum síðar.

Ekki jafntefli umferðarinnar: Breiðablik
Blikum „tókst ekki" að jafna Íslandsmet í jafnteflum en þeir unnu 1-0 sigur gegn Val. Gunnleifur Gunnleifsson enn og aftur með stórleik en hann hefur verið í liði umferðarinnar í þremur af fjórum fyrstu umferðunum!

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Atli Viðar Björnsson
Skoraði sitt 100. mark í efstu deild þegar FH vann ÍA 4-1. Magnað afrek hjá mögnuðum sóknarmanni!

Fjölmiðlabann umferðarinnar: Leikmenn FH
Sjá frétt

John O'Shea umferðarinnar: Brynjar Ásgeir Guðmundsson
Þessi leikmaður FH getur spilað hvaða stöðu sem er. Leysti miðvörðinn í gær og skoraði mark eftir horn.

Ummæli umferðarinnar: Kristján Guðmundsson
„Við höldum áfram að vinna. Þó svo að kaupið sé lágt þá verður maður að vinna.“ sagði Kristján en það er mikil vinna framundan hjá Keflavík.
Sjá viðtalið

Óánægja umferðarinnar: Fylkismenn ósáttir við dómarann
„Virðingin var full mikil gagnvart röndótta liðinu," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Dómarar halda áfram að dæma mörk ranglega af en Þóroddur Hjaltalín bauð upp á að taka löglegt mark af Fylki.

Sigling umferðarinnar: Leiknismenn á Víkingi
Báturinn Víkingur sigldi með lið og stuðningsmenn Leiknis til Vestmannaeyja þegar allt stefndi í frestun. Það var gríðarlega vont í sjóinn og einhverjar ælurnar sem gusuðust. Leikurinn var færður aftur vegna sjóveiki Leiknismanna.

Mark umferðarinnar: Ólafur Hrannar Kristjánsson
Fyrirliði Leiknis lét ekki sjóriðu hafa áhrif á sig og skoraði með frábæru skoti fyrir utan teig sem hafnaði við samskeytin. Með því að smella hér má sjá markið og önnur mörk í gær.

Ísbrot umferðarinnar: ÍBV og Halldór Kristinn
ÍBV skoraði loks og það ekki eitt heldur tvö mörk! Halldór Kristinn Halldórsson, varnarmaður Leiknis, skoraði einnig í leiknum en það var hans fyrsta mark í efstu deild þrátt fyrir ófáa leikina þar!

Dómari umferðarinnar: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Hann og Valgeir Valgeirsson voru bestu dómararnir í gær, fengu báðir 8 í einkunn. Vilhjálmur Alvar dæmdi leik FH og ÍA en Valgeir var í Grafarvogi og gerði rétt þegar hann dæmdi vítaspyrnu.

Skot umferðarinnar: Leikmaður Víkings braut rúðu á bíl íþróttafréttamanns



Sjá einnig:
Fyrri lokahóf
Athugasemdir
banner
banner
banner