Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. maí 2015 12:31
Hafliði Breiðfjörð
Drátturinn í 32 liða úrslit karla: KR mætir Keflavík aftur
Bikarmeistarar KR mætan Keflavík sem þeir unnu 2-1 í úrslitaleiknum í fyrra.
Bikarmeistarar KR mætan Keflavík sem þeir unnu 2-1 í úrslitaleiknum í fyrra.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Í hádeginu í dag var dregið í 32 liða úrslit Borgunarbikars karla í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal.

Bikarmeistarar KR fara til Keflavíkur en liðin mættust í úrslitaleik bikarsins í fyrra og þá vann KR 2-1. Léttir, varalið ÍR sem sló út ÍR í síðustu umferð fær ÍBV í heimsókn. Lárus Guðmundsson forseti 4. deildarliðs KFG dró Breiðablik úr skálinni.

Þrjár viðureignir eru milli liða úr Pepsi-deildinni. Stjarnan - Leiknir, Keflavík - KR og ÍA - Fjölnir.

Leikirnir fara fram þriðjudaginn 2. júní og miðvikudaginn 3. júní.

Drátturinn:
Stjarnan - Leiknir
Þór - Víkingur Ólafsvík
KA - Álftanes
Vatnaliljur - Afturelding
KV - Fram
Þróttur R - BÍ/Bolungarvík
Víkingur R - Höttur
Fylkir - Njarðvík
Léttir - ÍBV
FH - HK
Valur - Selfoss
Keflavík - KR
Fjarðabyggð - Kári
Völsungur - Grindavík
KFG - Breiðablik
ÍA - Fjölnir
Athugasemdir
banner
banner
banner