Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. maí 2015 19:30
Daníel Freyr Jónsson
Figo hættur við framboð - Birti harðorða yfirlýsingu
Figo var á sínum tíma einn besti knattspyrnumaður heims.
Figo var á sínum tíma einn besti knattspyrnumaður heims.
Mynd: Getty Images
Gríðarleg spilling hefur lifað góðu lífi hjá FIFA undir stjórn Blatter.
Gríðarleg spilling hefur lifað góðu lífi hjá FIFA undir stjórn Blatter.
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Luis Figo hefur ákveðið að hætta við framboð til forsetaembættis FIFA, einungis viku fyrir kosningu.

Figo tilkynnti þetta í dag, en Michael van Praag ákvað einnig að hætta framboð sitt í dag.

Þetta þýðir að samkeppnin fyrir sitjandi forseta, hinn umdeilda Sepp Blatter, hefur minnkað til muna.

Figo nýtti tækifærið og gagnrýndi kosningaferlið harðlega. Segir hann að forráðamenn ýmissa knattspyrnusambanda í heiminum, sem hafa atkvæðisrétt í forsetakosningunni, megi sumir hverjir skammast sín fyrir framkomu sína.

Þetta ferli er allt annað en kosning," sagði Figo í yfirlýsingu sem hann birti í kvöld.

Ferlið er þannig að það færir öll völdin til ákveðins einstaklings og ég neita að taka þátt í slíku."

Á undanförnum mánuðum hef ég ekki bara fundið fyrr vilja til breytinga, heldur hef ég líka upplifað óteljandi atvik þar sem menn sem vilja frelsi og lýðræði í knattspyrnuheiminum ættu að skammast sín."

Ég hef talað við forseta knattspyrnusambanda undir fjórum augum þar sem þeir líktu forráðamönnum FIFA við djöfulinn. Daginn eftir stíga þeir á svið og líkja þeim við Jesús Krist. Enginn þurfti að segja mér þetta - ég sá þetta allt með eigin augum."

Van Praag hefur enn ekki gefð út ástæður fyrir því að hann hætti við framboð sitt.

Kosið verður til forsetaembættis FIFA 29. maí og hafa allar 209 þáttöktuþjóðir sambandsins kosningarétt, þar á meðal Ísland.

Fastlega er búist við öruggu endurkjöri Blatter, sem seti hefur í embættinu frá árinu 1998.
Athugasemdir
banner
banner