Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
þriðjudagur 26. september
Landslið kvenna - Þjóðadeild
miðvikudagur 24. apríl
Championship
Coventry 2 - 3 Hull City
Úrvalsdeildin
Man Utd 3 - 2 Sheffield Utd
Crystal Palace 1 - 0 Newcastle
Everton 2 - 0 Liverpool
Wolves 0 - 1 Bournemouth
Division 1 - Women
PSG (kvenna) 1 - 1 Paris W
Dijon W 1 - 1 Reims W
Le Havre W 1 - 3 Fleury W
Lyon 2 - 1 Guingamp W
Montpellier W 4 - 0 Saint-Etienne W
Lille W 1 - 2 Bordeaux W
National cup
Atalanta 2 - 1 Fiorentina
Úrvalsdeildin
Zenit 0 - 2 Rubin
FK Krasnodar 3 - 2 Baltica
Nizhnyi Novgorod 2 - 3 Lokomotiv
Orenburg 1 - 2 Dinamo
fim 21.maí 2015 16:50 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Magazine image

Ítarlegt viðtal við Kassim Doumbia: „Ætlaði aldrei í dómarann“

Varnarmaðurinn Kassim Doumbia gekk til liðs við FH fyrir síðasta tímabil og vakti fljótt mikla athygli. Eftir örfáa leiki í Pepsi-deildinni voru margir á því að þarna væru FH-ingar komnir með einn sterkasta varnarmann sem spilað hefur hér á landi.

watermark Kassim er ekki vel við kulda en líður vel á Íslandi.
Kassim er ekki vel við kulda en líður vel á Íslandi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kassim segir að stemningin sé góð í klefanum hjá FH.
Kassim segir að stemningin sé góð í klefanum hjá FH.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kassim fékk tilboð að utan en kaus að vera áfram hjá FH.
Kassim fékk tilboð að utan en kaus að vera áfram hjá FH.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kassim missti stjórn á skapi sínu eftir lokaleik síðasta tímabils.
Kassim missti stjórn á skapi sínu eftir lokaleik síðasta tímabils.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kassim er ekki stoltur af því sem átti sér stað eftir Stjörnuleikinn.
Kassim er ekki stoltur af því sem átti sér stað eftir Stjörnuleikinn.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Kassim.
Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Kassim.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kassim ber starfsfólki FH vel söguna.
Kassim ber starfsfólki FH vel söguna.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kassim er með mynd af heimalandinu Malí á sínum stað í klefanum.
Kassim er með mynd af heimalandinu Malí á sínum stað í klefanum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kassim vildi ekki að Þorvaldur myndi lyfta rauða spjaldinu.
Kassim vildi ekki að Þorvaldur myndi lyfta rauða spjaldinu.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Það verður mikill liðsstyrkur fyrir FH að fá Kassim aftur úr banni.
Það verður mikill liðsstyrkur fyrir FH að fá Kassim aftur úr banni.
Mynd/Fótbolti.net - J.L.
watermark Kassim skoraði fjögur mörk í Pepsi-deildinni í fyrrasumar.
Kassim skoraði fjögur mörk í Pepsi-deildinni í fyrrasumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark Kassim stefnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með FH.
Kassim stefnir í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með FH.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kassim, sem er fæddur og uppalinn í Malí en hafði spilað í Belgíu í nokkur ár, átti frábært fyrsta tímabil á Íslandi. Tímabilið endaði þó ekki vel fyrir hann og liðsfélagana. FH tapaði úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Kaplakrika, en sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins úr vítaspyrnu sem dæmd var á Kassim. Eftir leik missti hann svo stjórn á skapi sínu og fékk fjögurra leikja bann fyrir athæfi sitt.

Hann hefur nú afplánað leikbannið og snýr aftur í lið FH í næsta leik á þriðjudaginn, sem er einmitt gegn Stjörnunni!

Við settumst niður með Kassim í Kaplakrika áður en tímabilið hófst og ræddum við hann um dvölina á Íslandi, hans fyrsta ár í íslenskum fótbolta, leikinn umdeilda gegn Stjörnunni og framtíðina. Við byrjuðum á að spyrja hvernig það kom til með að hann endaði á Íslandi af öllum stöðum.

Allt frábært nema veðrið


„Samningur minn í Belgíu var að renna út og það var haft samband við mig og ég var spurður hvort ég vildi spila á Íslandi. Ég ákvað að láta á það reyna og kom til FH á reynslu. Félagið vildi fá mig og ég sló til. Vinir mínir sögðu að ég væri klikkaður, því það væri svo kalt hérna og ég væri ekki hrifinn af kulda. En þetta er nú ekki jafn slæmt og ég hélt,“ sagði Kassim við Fótbolta.net.

„Ég vissi alveg að það væri til land sem heitir Ísland, en ég bjóst aldrei við því að ég myndi spila fótbolta hérna. En mér líður vel á Íslandi, þetta er mjög rólegur og vinalegur staður. Fólkið hérna er almennilegt og hjálpaði mér mikið að aðlagast. Það var auðvelt fyrir mig að setjast hér að, utan við veðrið sem breytist á 15 mínútna fresti. Mér finnst það alveg magnað.“

Deildin sterkari en hann bjóst við


Kassim segir að gæði íslenskrar knattspyrnu hafi komið sér verulega á óvart. Hann hefur einnig gaman að viðurnefninu Kassim „The Dream“, sem festist við hann stuttu eftir að hann byrjaði að spila hér á landi.

„Deildin hérna kom mér mikið á óvart. Þegar ég kom hingað á reynslu varð ég þegar hissa á því hversu mikil gæði voru í FH liðinu, þeir voru að spila mjög góðan fótbolta. Þegar deildin byrjaði, þá kom það mér líka á óvart, ég bjóst alls ekki við því að fótboltinn hér væri svona góður. Þetta er mjög góð deild,“ sagði Kassim.

„Það er mjög ánægjulegt að hafa fengið svona viðurnefni strax og ég kom, það var gaman. Ég held að það hafi verið Davíð Þór Viðarsson sem kom með þetta. Þetta sýnir bara hversu vinalegt fólkið er á þessu landi. Fólkið hjá FH er ótrúlega almennilegt og ég nýt mín vel.“

Ætlaði aldrei að hjóla í dómarann


Talið barst fljótlega að úrslitaleiknum gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem FH tapaði 2-1 í lokaumferð Pepsi-deildarinnar í Kaplakrika og þurfti að horfa á eftir titlinum í Garðabæ. Mörg þúsund manns voru mættir á völlinn og Kassim viðurkennir að það hafi verið mögnuð upplifun að spila þennan leik.

„Síðasti leikurinn var ótrúlegur. Það voru mörg þúsund manns á vellinum, jafn margir og eru oft á leikjum í Evrópu. Þetta var stór leikur og við bjuggumst ekki við því að tapa þessum leik fyrir framan alla þessa stuðningsmenn. Dómararnir hjálpuðu okkur vissulega ekki, en þeir tóku sínar ákvarðanir og við getum ekkert gert í því,“ sagði Kassim.

„Það héldu allir að ég ætlaði að kýla dómarann, en það var aldrei að fara að gerast.“
„Það sem gerðist eftir leikinn, það voru viðbrögð sem áttu sér stað í hita leiksins þar sem adrenalínið var flæðandi. Það héldu allir að ég ætlaði að kýla dómarann, en það var aldrei að fara að gerast. Ég hef aldrei gert þannig á ferlinum og þetta var í fyrsta skiptið sem ég haga mér svona. Ég held að einhverjir sýni þessu skilning því við vorum að tapa úrslitaleik um titilinn á stórri ákvörðun. En ég ætlaði aldrei að hjóla í dómarann, ferli mínum væri lokið ef ég hefði gert það. Ég vildi bara fá að tjá mig, spyrja hvers vegna hann dæmdi þetta víti.“

„Þetta var ekki víti, en allt í lagi, hann dæmdi það. Eftir leikinn var ég mjög svekktur og ég brást illa við. Ég hefði ekki átt að gera það, þetta var ekki til fyrirmyndar. Þegar fólk sér hvernig ég bar mig, þá heldur það kannski að ég hafi ætlað að drepa dómarann, en ég myndi aldrei slá til dómara. Þetta leit kannski þannig út, en ég vona að ég muni aldrei gera svona aftur. Ég er ekki svona manneskja.“


Var byrjaður að gráta á meðan leik stóð


Kassim viðurkennir að tilfinningarnar hafi einfaldlega borið hann ofurliði, en hann segist hafa verið byrjaður að gráta áður en leikurinn var flautaður af. Hann er sannfærður um að Ólafur Karl Finsen hefði aldrei átt að fá víti undir lok leiks.

„Það sést ef þú horfir á leikinn aftur að ég var þegar byrjaður að gráta áður en leikurinn var flautaður af. Ef þetta hefði í raun og veru verið víti, þá hefði ég vitað upp á mig sökina. En ég er 100 prósent viss um að það er ég sem tek boltann með hausnum og Ólafur fer í andlitið á mér. Það sést meira að segja á myndum að það blæðir úr vörunum á mér.

„Ég er viss um að ég tek boltann. En hann fer með fótinn í andlitið á mér og dettur í leiðinni. Ég tæklaði hann ekki, ég fór fram með hausinn og skil ekki hvernig þetta gat verið víti. Kannski var dómarinn illa staðsettur, ég veit það ekki,“
sagði Kassim, sem reynir nú að horfa fram á veginn.

Fjögurra leikja bann allt of mikið


Hann kveðst þó vera mjög svekktur yfir því að hafa verið dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir hegðun sína eftir leik. Telur hann að um allt of stranga refsingu sé að ræða, sem hann er þó nú búinn að afplána.

„Við verðum bara að líta fram á veginn, ég er búinn að komast yfir þetta. En ég skil ekki að ég hafi verið settur í fjögurra leikja bann. Ég snerti ekki dómarann eftir leikinn og hann sýndi mér ekki rauða spjaldið á vellinum. Hann setti bara í skýrsluna sína að ég hefði fengið rautt spjald,“ sagði Kassim svekktur.

„En ég snerti hann ekki, það er magnað að sjá að í leikjum í Evrópu eru leikmenn að slá til annarra og þeir fá ekki einu sinni þrjá leiki í bann, til dæmis Philippe Mexes og Cristiano Ronaldo. Ég snerti ekki dómarann og fæ fjóra leiki, mér finnst það vera ansi hart. Sérstaklega þar sem þetta Íslandsmót er bara 22 umferðir, ekki 30-40.“

Hann skilur þó vel að fólk velti því fyrir sér hvað í ósköpunum hefði getað gerst ef enginn hefði stöðvað hann og komið í veg fyrir að hann kæmist að dómurunum.

„Ég skil það vel að fólk hafi búist við hinu versta. Ég er mjög reiður þarna, en það var bara því ég hafði ekki fengið tækifæri til að ræða við dómarana og það fór í taugarnar á mér. Ég vildi bara tala við þá og spyrja af hverju þeir dæmdu þetta víti. Við vorum mjög svekktir, við höfðum átt frábært tímabil og við höfðum ekki beint fengið hjálp frá dómurunum allt tímabilið,“ sagði Kassim, sem vill þó fara varlega í að gagnrýna dómarana um of.

„Ég er viss um að dómararnir munu fylgjast vel með mér í sumar og ég verð að vera mjög klókur og rólegur allt tímabilið.“
„Ég vil ekki gagnrýna dómarana of mikið, það kemur bara niður á mér. Ég er núna að tjá mig til að útskýra hegðun mína, en það gerir ekkert gagn að gráta yfir því liðna. Við getum ekki spólað til baka og við unnum ekki deildina, ekkert breytir því. Ég verð bara að horfa fram á veginn og ég vona bara að ég geri ekki svona aftur. Ég er viss um að dómararnir munu fylgjast vel með mér í sumar og ég verð að vera mjög klókur og rólegur allt tímabilið.“

Ætlaði aldrei að taka spjaldið af Þorvaldi


Þetta var þó ekki eina skrautlega atvikið sem Kassim lenti í á síðustu leiktíð. Fyrr á tímabilinu fékk hann að líta rauða spjaldið gegn Breiðabliki, en þar var hann afar ósáttur með ákvörðun dómarans Þorvalds Árnasonar. Reyndi hann að koma í veg fyrir að Þorvaldur næði að lyfta upp rauða spjaldinu.

„Þetta eru einu tvö atvikin á ferli mínum þar sem svona hefur gerst. Vinir mínir í Belgíu voru mjög hissa því þeir höfðu aldrei séð þessa hlið á mér. Ég hef fengið afar fá spjöld á ferlinum og nánast engin rauð. Í leiknum gegn Breiðablik, þá var þetta þannig að ég fékk fyrsta gula spjaldið mitt eftir hálftíma eða svo, alls ekki fyrir neitt gróft. Seinna spjaldið fæ ég svo þegar ég stekk upp í boltann og fæ hann óvart í höndina. Hann gefur mér annað gult spjald og rautt. Ég var virkilega hissa, ég ætlaði ekki að trúa þessu,“ sagði Kassim.

„Ég vildi ekki að dómarinn myndi sýna mér rauða spjaldið, þess vegna tók ég í höndina á honum og reyndi að ýta henni niður. En ég hefði auðvitað ekki átt að gera það. Ég tók í höndina á honum og hann reyndi að toga hana til baka, og þá missti hann spjaldið. Fólk hélt að ég hefði tekið spjaldið, en ég tók ekki spjaldið. Ég bara setti höndina mína fyrir hans hönd svo hann gæti ekki lyft rauða spjaldinu, en það er liðin tíð. Þetta eru hlutir sem setja svartan blett á feril manns en ég vona að ég geri ekki fleiri svona heimskupör á ferlinum. Ég verð að halda mér rólegum, ég verð bara að sætta mig við ákvarðanir dómaranna þó ég sé ekki sammála þeim.“

Vonar að íslensk knattspyrna haldi áfram á uppleið


Eftir frammistöðu Kassim í sumar bjuggust margir við því að hann myndi halda á brott í stærri deild, sérstaklega í ljósi þess að hann var dæmdur í fjögurra leikja bann. En hann er ánægður á Íslandi og ákvað að taka annað tímabil í Hafnarfirðinum. Spilar þar inn í að hann fær tækifæri til að spila í Evrópudeildinni.

„Ég skrifaði undir tveggja ára samning hérna. Ég er mjög ánægður hérna á Íslandi og mér líður mjög vel hjá FH. Leikmennirnir, þjálfararnir og allt starfsfólkið er ótrúlega almennilegt og það auðveldar mér mikið fyrir. Menn hafa gaman á æfingum og þetta er eins og fjölskylda,“ sagði Kassim.

„Það er gríðarlega mikill kostur að spila í Evrópudeildinni. Ég vona að í ár komist FH alla leið í riðilinn.“
„Auðvitað komu upp einhver tækifæri til að fara annað en félagið er mjög ánægt með mig. Auðvitað er markmiðið að komast lengra í framtíðinni, allir leikmenn vilja komast eins langt og þeir geta. Það er bara lykilatriði að gera sitt besta þar sem maður er og ég vona að ég geti átt jafn gott tímabil og í fyrra.“

„Það er gríðarlega mikill kostur að spila í Evrópudeildinni. Ég vona að í ár komist FH alla leið í riðilinn, það væri algjör draumur. Stjarnan spilaði til dæmis gegn Inter í fyrra og það er magnað. Íslensku liðin eru farin að standa sig virkilega vel í Evrópu og svo er landsliðið mjög sterkt, það er mjög jákvætt fyrir íslenskan fótbolta. Ég vona að íslenskur fótbolti haldi áfram að taka framförum, það mun laða að marga góða erlenda leikmenn,“
sagði hinn geðþekki Kassim Doumbia að lokum.
Athugasemdir
banner