fim 21. maí 2015 10:02
Magnús Már Einarsson
Liverpool vildi ekki hlusta á Man Utd
Powerade
Sterling er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Sterling er fastagestur í slúðrinu þessa dagana.
Mynd: Getty Images
Benteke er orðaður við Chelsea.
Benteke er orðaður við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í þvílíku stuði þessa dagana enda alls konar slúður í gangi!



Manchester United hefur spurst fyrir um Raheem Sterling leikmann Liverpool. Liverpool hefur hins vegar engan áhuga á að ræða við United um leikmanninn. (Telegraph)

United spurði Liverpool um verðmiða á Sterling en fékk þau skilaboð til baka að félagaskiptin væru ekki til umræðu. (Times)

Gareth Bale verður áfram hjá Real Madrid en hann er ekki á leið til Manchester United í skiptum fyrir David De Gea. (Mirror)

Bale hefur fengið þau skilaboð að hann sé í langtíma áætlunum Real Madrid. (Sun)

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, er að íhuga tilboð í Christian Benteke framherja Aston Villa en hann er metin á 30 milljónir punda. (Daily Mirror)

Mats Hummels, varnarmaður Borussia Dortmund, ætlar ekki að fara í ensku úrvalsdeildina. (Bild)

Manchester City og Chelsea gætu reynt að fá Alex Song í sumar en hann hefur verið í láni hjá West Ham frá Barcelona. (Mail)

City hefur einnig áhuga á Saido Berahino framherja WBA. (Daily Star)

Inter er að ganga frá kaupum á Yaya Toure miðjumanni Manchester City. (The Times)

Jordon Ibe hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning hjá Liverpool upp á 35 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, vill halda Erik Lamela en hann mun láta Roberto Soldado og fleiri leikmenn fara í sumar. (Mirror)

Pep Guardiola mun skoða framtíðar möguleika á að taka við Manchester United áður en hann svarar tilboði frá Manchester City á næstunni. (Manchester Evening News)

John Carver, stjóri Newcastle, segist einungis sofa í fjóra klukkutíma á dag út af pressunni sem er á liðinu fyrir lokaumferðina í ensku úrvalsdeildinni. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner