Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. maí 2015 10:38
Magnús Már Einarsson
Sterling myndi ekki skrifa undir 900 þúsund pund á viku
Mynd: Getty Images
Umboðsmaður Raheem Sterling segir að það skipti ekki máli hversu góður samningur sé á borðinu frá Liverpool, skjólstæðingur sinn muni einfaldlega ekki skrifa undir.

Sterling hafnaði fyrr á árinu nýjum samningi upp á 100 þúsund pund í viku og hann vill fara frá Liverpool í sumar.

„Mér er sama um ímynd félagsins og stöðu þess. Mér er alveg sama," sagði Aidy Ward umboðsmaður Sterling.

„Hann mun pottþétt ekki skrifa undir. Hann mun ekki skrifa undir þó hann fái 700, 800 eða 900 þúsund pund á viku. Hann skrifar ekki undir."

„Starf mitt er að passa upp á að gera það besta fyrir skjólstæðinga mína. Ef fólk segir að ég sé lélegur í mínu starfi eða með vondar ráðleggingar þá skiptir það ekki máli."

Athugasemdir
banner
banner
banner