fim 21. maí 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Veðjuðu árið 2010 á að Austin myndi skora fyrir England
Mynd: Getty Images
Charlie Austin, framherji QPR, gæti hjálpað 16 félögum sínum að fá 8000 þúsund punda eða um 1,6 milljónir króna frá veðbanka á Englandi.

Árið 2010 veðjuðu félagarnir 155 pundum á að Austin myndi ná að skora fyrir enska landsliðið en stuðullinn sem þeir fengu hljóðaði upp á 50.

Á þeim tíma spilaði Austin með Swindon Town í ensku C-deildinni.

Austin var í dag valinn í enska landsliðshópinn í fyrsta skipti og því gætu félagar hans unnið veðmálið ef hann nær að skora.

Austin spilaði í ensku utandeildunum áður en hann gekk til liðs við Swindon árið 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner