Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. maí 2015 09:20
Arnar Geir Halldórsson
Wenger: Við virkuðum þreyttir
Arsene Wenger
Arsene Wenger
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, kenndi þreytu um eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Sunderland á Emirates leikvangnum í gærkvöldi.

Arsenal var mikið meira með boltann í leiknum og átti margar marktilraunir en náðu ekki að skora.

„Við getum sagt að við höfum haft yfirhöndina og verið meira með boltann en við vorum ekki nógu beittir fram á við", sagði Wenger.

Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Man Utd á sunnudag og Wenger telur að sá leikur hafi setið í sínum mönnum.

„Leikurinn gegn Manchester United á sunnudag reyndi mikið á okkur líkamlega og mér fannst við virka þreyttir".

Úrslitin þýða að Man Utd á enn tölfræðilega möguleika á að komast upp fyrir Arsenal en til þess að það gerist þurfa ótrúlegir hlutir að gerast í lokaumferðinni þar sem Arsenal er með töluvert betri markahlutfall.

Athugasemdir
banner
banner
banner