sun 21. maí 2017 21:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Kormákur/Hvöt byrjar sumarið á sigri
Ingvi Rafn skoraði tvö fyrir Kormák/Hvöt.
Ingvi Rafn skoraði tvö fyrir Kormák/Hvöt.
Mynd: Tindastóll.is
4. deild karla - C riðill
Úlfarnir 2 - 3 Kormákur/Hvöt
0-1 Ingvi Rafn Ingvarsson ('20)
1-1 Markaskorara vantar ('33, víti)
1-2 Haukur Marian Suska ('54)
1-3 Ingvi Rafn Ingvarsson ('67)
2-3 Markaskorara vantar ('77)

Fyrsti leikurinn í C-riðli 4. deildar karla fór fram í dag. Deildarkeppni í 4. deild er hægt og bítandi að fara af stað þetta sumarið.

Í dag voru það Úlfarnir og Kormákur/Hvöt sem mættust, en leikurinn fór fram á Framvellinum í Úlfársdal.

Gestirnir komust yfir þegar Ingvi Rafn Ingvarsson skoraði, en Úlfarnir náðu að jafna fyrir leikhlé úr vítaspyrnu.

Haukur Marian Suska kom Kormáki/Hvöt aftur yfir áður en Ingvi Rafn setti annað mark sitt og staðan orðin 3-1.

Úlfarnir náðu að minnka muninn á 77. mínútu, en lengra komust þeir ekki og lokatölur því 3-2 fyrir Kormáki/Hvöt.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner