Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 21. maí 2017 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Clement: Swansea þarf ekki að selja leikmenn
Clement stefnir á að halda sínum bestu leikmönnum.
Clement stefnir á að halda sínum bestu leikmönnum.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjórinn Paul Clement stefnir á að styrkja hópinn hjá Swansea í sumar, hann ætlar ekki að selja sína bestu leikmenn.

Swansea var á botni ensku úrvalsdeildarinnar þegar Clement tók við í janúar, en hann náði að lokum að bjarga liðinu frá falli.

Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið besti leikmaður Swansea á tímabilinu. Hann hefur verið orðaður við önnur lið, en Clement ætlar að halda öllum sínum bestu leikmönnum, þar á meðal Gylfa.

„Við verðum að byggja og líta fram á veginn," sagði Clement eftir öflugan 2-1 sigur á West Brom í lokaumferðinni í dag.

„Ég býst ekki við miklum breytingum. Við viljum halda okkar bestu leikmönnum og styrkjast, ekki veikjast."

„Við erum ekki félag sem þarf að selja," sagði hann að lokum.

Sjá einnig:
Clement segir betra fyrir Gylfa að vera hjá Swansea en stórliði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner