banner
   sun 21. maí 2017 20:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lazio fékk tvö rauð spjöld í tapi gegn Inter
Inter vann í kvöld.
Inter vann í kvöld.
Mynd: Getty Images
Lazio 1 - 3 Inter
1-0 Balde Diao Keita ('18 , víti)
1-1 Marco Andreolli ('31 )
1-2 Wesley Hoedt ('37 , sjálfsmark)
1-3 Eder ('73 )
Rautt spjald: Balde Keita, Lazio ('66), Senad Lulic, Lazio ('78)

Inter mun ekki lenda ofar en í sjöunda sæti í ítölsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð. Þetta er niðurstaðan þrátt fyrir 3-1 sigur á Lazio.

Inter heimsótti Lazio í kvöld og lenti undir á 18. mínútu þegar Balde Keita skorað út vítaspyrnu. Inter svaraði þó með tveimur mörkum.

Staðan í hálfleik var 2-1 fyrir Inter, en í seinni hálfleiknum missti Lazio tvo menn af velli með rautt spjald. Eder gerði þriðja mark Inter stuttu eftir að Lazio hafði misst sinn fyrsta mann af velli í kvöld.

Lokatölur urðu 3-1 fyrir Inter sem er í sjöunda sætinu með 59 stig. Lazio er í fjórða sæti með 70 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner