Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. maí 2017 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Messi markahæstur í fyrsta sinn síðan 2013
Messi skoraði 37 mörk á tímabilinu.
Messi skoraði 37 mörk á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Argentíski snillingurinn skoraði tvennu er Barcelona kom til baka og lagði Eibar, 4-2 í kvöld. Barcelona var 2-0 undir þegar klukkutími var búinn af leiknum, en ótrúlegur viðsnúningur tryggði þeim sigur.

Þetta var hins vegar ekki nóg fyrir Barcelona til þess að fara upp fyrir Real Madrid, sem vann Malaga, 2-0. Real Madrid er því meistari.

Lionel Messi getur þó glaðst við það að hann er markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

Messi skoraði 37 mörk í deildinni á tímabilinu, en næsti maður var lðsfélagi hans hjá Barcelona, Luis Suarez, með 29 mörk.

Cristiano Ronaldo, sem varð í kvöld spænskur meistari, var í þriðja sætinu með 25 mörk, heilum 12 mörkum á eftir Messi.

Þetta er í fyrsta sinn frá 2012/13 tímabilinu þar sem Messi vinnur þessi verðlaun, en Suarez tók þau með sér heim í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner