Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 21. maí 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mónakó ætlar að gera allt til að halda Mbappe
Mbappe er mjög spennandi leikmaður.
Mbappe er mjög spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Mónakó vill halda Kylian Mbappe í að minnsta kosti eina leiktíð í viðbót, en þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vadim Vasilyev.

Mbappe er gríðarlega umtalaður eftir magnaða frammistöðu á leiktíðinni. Hann er aðeins 18 ára gamall og mjög eftirsóttur.

Hann skoraði 26 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni, en búist er við því mörg stórlið í Evrópu muni reyna að næla í hann í sumar.

„Planið er að reyna að gera allt til þess að halda honum (Mbappe), að reyna að gera allt til þess að hann verði í að minnsta kosti eitt ár í viðbót með okkur," sagði Vasilyev við Telegraph.

„Við munum gera honum tilboð um að framlengja samninginn og vonandi mun hann samþykkja að vera áfram hjá okkur."

Mbappa hjálpaði Mónakó að verða franskur meistari í fyrsta sinn í 17 ár á þessu tímabili. Hann var líka frábær í Meistaradeildinni þar sem Mónakó fór alla leið í undanúrslit.
Athugasemdir
banner
banner
banner