Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 21. maí 2017 22:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ólafur Karl sneri aftur eftir árs fjarveru
Ólafur Karl mætti aftur á fótboltavöllinn í kvöld.
Ólafur Karl mætti aftur á fótboltavöllinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Karl Finsen spilaði sínar fyrstu mínútur í Íslandsmótinu í kvöld. Hann kom inn á sem varamaður þegar Stjarnan vann dramatískan sigur á nýliðum KA í Garðabænum í kvöld.

Ólafur Karl sleit krossband í hné gegn Víkingi R. í maí í fyrra, en hann fór ekki í aðgerð fyrr en í ágúst. Í vetur hefur hann verið í endurhæfingu og verið að vinna í því að koma sér í stand.

Hann var á meðal varmanna á leiknum í kvöld og kom svo inn á af varamannabekknum þegar lítið var eftir af leiknum.

Ólafur var settur inn á þegar staðan var 1-1 og hann átti að hjálpa sínu liði að taka stigin þrjú á Samsung vellinum.

Það tókst því Eyjólfur Héðinsson skoraði stórglæsilegt sigurmark þegar langt var komið fram í uppbótartíma.

Það verður spennandi að sjá hvað Óli Kalli gerir í sumar, en hann var í lykilhlutverki þegar Stjarnan var Íslandsmeistari árið 2014.



Athugasemdir
banner
banner