Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. maí 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vidal hvetur Sanchez í að koma til Bayern
Sanchez á harðaspretti. Vidal eltir.
Sanchez á harðaspretti. Vidal eltir.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal hvetur landa sinn, Alexis Sanchez, til þess að yfirgefa Arsenal og ganga í raðir Bayern München.

Arsenal tókst ekki að tryggja sér þáttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og það gæti orðið til þess að Sanchez fari annað.

Sanchez hefur verið orðaður við mörg lið, þar á meðal Bayern München, og það er hugmynd sem Vidal er spenntur fyrir.

„Auðvitað vil ég að hann komi vegna þess að hann er magnaður leikmaður," sagði Vidal við Sport.es.

„Hann hefur verið að gera frábæra hluti hjá Arsenal, en ég held að hann þurfti að taka auka skref til að berjast með þeim bestu í heiminum og þess vegna þarf hann að fara í besta lið í heiminum."

„Hann myndi gera mjög góða hluti hérna. Hann er leikmaður sem æfir stíft, sem er með mikla hæfileika og er enn ungur."
Athugasemdir
banner
banner
banner