Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 08:30
Ingólfur Stefánsson
Aftur áfrýjað í kókaínmáli Guerrero
Mynd: Getty Images
Alþjóða leikmannasamtökin FIFPro hafa áfrýjað máli Paulo Guerrero, fyrirliða Perú, og vilja að FIFA leyfi leikmanninum að spila með landi sínu a HM í sumar.

Guerrero var dæmdur í 12 mánaða bann eftir að kókaín fannst í blóði hans eftir leik gegn Argentínu í októb
í fyrra. Bannið var stytt niður í 6 mánuði eftir áfrýjun en var á dögunum aftur lengt og í þetta skipti upp í 14 mánuði.

Á Twitter síðu FIFPro segir að vonast sé eftir niðurstöðu í málinu á næstu dögum.

Guerrero hafði nýlokið við 6 mánaða bannið þegar það var lengt í 14 mánuði síðasta mánudag. Hann segir að kókaínið sem mældist í blóði hans hafi verið í bolla af tei sem hann drakk og hann hafi ekki vitað af því.

Perú taka þátt í HM í knattspyrnu í sumar í fyrsta skipti í 36 ár en bannið þýðir að Guerrero missi af mótinu. FIFPro leikmannasamtökin hafa áður gagnrýnt bannið.

Kókalauf, aðalinnihaldsefni kókaíns, eru mikið notuð í te í Suður-Ameríku og eru talin góð lækning við háloftaveiki.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner