Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 11:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 4. umferð: Þetta hefði mátt gerast tveimur árum fyrr
Aron Jóhannsson (Grindavík)
Aron í leik gegn KR fyrr á tímabilinu.
Aron í leik gegn KR fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Aron Jóhannsson, miðjumaður Grindvíkinga, er leikmaður 4. umferðar í Pepsi-deildinni á Fótbolta.net. Aron skoraði sigurmarkið og átti góðan dag í 1-0 útisigri Grindvíkinga á Víkingi á föstudaginn.

„Ég er bara nokkuð ánægður með leikinn. Þrjú stig á erfiðum útivelli á móti sterkum Víkingum," sagði Aron við Fótbolta.net í dag.

Aron er uppalinn hjá Haukum en hann ákvað í vetur að fara frá uppeldisfélaginu og í Pepsi-deildina. Hann er ánægður með þá ákvörðun sína. „Já algjörlega, þetta hefði mátt gerast tveimur árum fyrr eins og Tom hættir ekki að segja," sagði Aron hlæjandi og vísaði þar í Tómas Þór Þórðarson sem hefur oftar en einu sinni talað um Aron í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu.

Aron segir að talsverður munur sé á Pepsi-deildinni og Inkasso-deildinni þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. ,Ég myndi segja það já. Ekki bara að það sé gæðamunur þá er miklu meiri áhugi og stemning í kringum þetta og maður finnur fyrir þvi."

Grindvíkingar eru með sjö stig eftir fjóra leiki og byrja mótið af fínum krafti. Hvað getur liðið farið langt í sumar. „Eldgamla klisjan einn leikur í einu og allt það. Ef við gerum okkar vel og höldum áfram að vera svona þéttir varnarlega og skipulagðir getum við gert góða hluti," sagði Aron brosandi.

Annað kvöld tekur Grindavík á móti Íslandsmeisturum Vals. „Þetta verður hörkuleikur, tvö lið sem vilja spila fallegan bolta að mér finnst, þannig bara allir á völlinn á fótboltaveislu," sagði Aron að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðarinnar
Leikmaður 3. umferðar - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Leikmaður 2. umferðar - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner