Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 21. maí 2018 16:51
Ívan Guðjón Baldursson
Coleman í viðræðum við Sunderland
Mynd: Getty Images
Chris Coleman var rekinn frá Sunderland undir lok síðasta mánaðar og gæti verið ráðinn aftur tæpum mánuði síðar.

Bandaríski auðjöfurinn Ellis Short seldi Sunderland fyrir 40 milljónir punda og vill nýi eigandinn, Stewart Donald, ráða Coleman aftur til starfa.

Coleman var upphaflega ráðinn til Sunderland í nóvember en var rekinn þegar ljóst var að honum tækist ekki að bjarga félaginu frá falli.

Coleman hefur setið við stjórnvölinn hjá Fulham, AEL, Real Sociedad og Coventry. Hann vakti mesta athygli við stjórnmeð Wales, sem hann kom í undanúrslit á EM 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner