Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 13:55
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Hannes meiddist er Randers bjargaði sér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Randers 2 - 1 Lyngby
1-0 Mikkel Kallesoe ('26)
2-0 Marcus Molvadgaard ('51)
2-1 Mayron George ('65)

Hannes Þór Halldórsson átti mjög góðan fyrri hálfleik er Randers mætti Lyngby í úrslitaleik í dönsku fallbaráttunni.

Randers hafði unnið fyrri leikinn 2-1 á útivelli og því afar mikilvægt að spila góðan varnarleik heima.

Mikkel Kallesoe kom heimamönnum yfir snemma leiks og fengu gestirnir fín færi til að skora en Hannes lokaði búrinu.

Hannes þurfti þó að fara meiddur af velli í hálfleik og heldur íslenska þjóðin í vonina um að meiðslin, sem virðast vera á nára, séu ekki alvarleg. Tæpur mánuður er í fyrsta leik á HM.

Marcus Molvadgaard tvöfaldaði forystu Randers í upphafi síðari hálfleiks en Mayron George minnkaði muninn fyrir Lyngby, sem komust þó ekki nær.

Hannes og félagar eru því búnir að tryggja sæti sitt í dönsku efstu deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner