Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. maí 2018 15:39
Ívan Guðjón Baldursson
Donald og félagar staðfesta kaupin á Sunderland
Milljarðamæringurinn Ellis Short er búinn að selja Sunderland.
Milljarðamæringurinn Ellis Short er búinn að selja Sunderland.
Mynd: Getty Images
Fjárfestahópur leiddur af Stewart Donald hefur staðfest kaupin á Sunderland fyrir 40 milljónir punda.

Sunderland var lengi í ensku úrvalsdeildinni en féll í fyrra og var því í Championship deildinni í ár.

Liðinu gekk herfilega á sínu fyrsta tímabili í Championship og endaði á botninum. Sunderland mun því leika í C-deildinni í annað sinn í sögunni, rúmlega 30 árum eftir fyrra skiptið.

Donald er eigandi Eastleigh í ensku E-deildinni en félaginu hefur gengið mjög vel frá því að hann keypti það og tók við formennsku.

Hann hefur lagt 10 milljónir í félagið á fimm árum og stefnir það á að komast í D-deildina sem fyrst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner