Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. maí 2018 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Emery lentur í London - Buffon til Parísar
Mynd: Getty Images
Ítalskir fjölmiðlar keppast við að greina frá því að Massimiliano Allegri verður áfram við stjórnvölinn hjá Juventus á næsta tímabili.

Arsenal og Chelsea eru meðal félaga sem höfðu áhuga á að fá Allegri til sín en Ítalinn hefur ákveðið að vera áfram í heimalandinu. Hann mun þó ekki skrifa undir nýjan samning, heldur komst hann að samkomulagi við stjórn félagsins.

Markvörðurinn goðsagnakenndi Gianluigi Buffon er þá á leið til Paris Saint-Germain þar sem honum býðst að skrifa undir tveggja ára samning.

Buffon mun taka ákvörðun á næstu dögum, en ljóst er að hann fer frá Juventus í sumar.

Þá heldur Sky því fram að Unai Emery, þjálfari PSG, sé í samningsviðræðum við Arsenal í London.
Athugasemdir
banner
banner
banner