Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Emre Can gæti náð úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Emre Can er byrjaður að æfa aftur með Liverpool eftir leiðinleg meiðsli.

Can er búinn að missa af síðustu átta vikum vegna meiðslanna en gæti náð úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.

Can er talinn til efnilegustu miðjumanna heims, en hann er 24 ára gamall og á þrátt fyrir það 20 A-landsleiki að baki fyrir Þýskaland og yfir 150 leiki að baki fyrir Liverpool.

Samningur hans rennur út í sumar og eru allar líkur á því að hann sé á leið til Ítalíumeistara Juventus. Verðandi liðsfélagar hans vona eflaust að hann verði klár fyrir úrslitaleikinn svo hann geti hjálpað til við að sigra Real, sem sló Juve út með dramatískum hætti í 8-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner