Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 06:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Hal Robson-Kanu ekki í landsliðshópi Giggs
Mynd: Getty Images
Hal Robson-Kanu var ekki valinn í landsliðshóp Wales fyrir vináttuleik gegn Mexíkó.

Ryan Giggs hefur valið 23 manna hóp sem mætir Mexíkó í vináttuleik þann 28. maí næstkomandi. Ekkert pláss er fyrir Robson-Kanu sem var fastamaður hjá Chris Coleman, fyrrum stjóra landsliðsins.

Þetta er í þriðja skiptið í röð sem hann er ekki valinn í hópinn hjá Wales. Framherjinn skoraði aðeins tvö mörk fyrir West Brom í vetur er þeir féllu úr úrvalsdeildinni.

Þá voru Joe Allen og Gareth Bale ekki valdir, Allen er meiddur og Bale er að spila í úrslitum meistaradeildarinnar með Real Madrid tveimur dögum áður.

Aaron Ramsey og Joe Ledley voru valdir aftur eftir að hafa misst af síðasta landsliðsverkefni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner