Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. maí 2018 20:30
Ingólfur Stefánsson
Klopp segir að Can gæti spilað úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp stjóri Liverpool segir að það sé möguleiki á því að Emre Can verði í liði Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid um næstu helgi.

Emre Can er mjög líklega á leið til Juventus í sumar þegar samningur hans við Liverpool rennur út.

Þýski miðjumaðurinn hefur ekki spilað leik síðan í mars vegna bakmeiðsla en hann æfði með liðinu í dag. Hann ferðaðist einnig með Liverpool til Marbella í síðustu viku og tók þátt í æfingum þar.

„Fyrir tíu dögum þá bjóst ég ekki við því að hann næði að æfa svona vel. Hann leit vel út og það er mjög jákvætt fyrir okkur en við þurfum að bíða og sjá. Hurðin er opin. Það er mjög gott að fá hann til baka í hópinn. Hann langar mjög mikið að taka þátt, við munum sjá til."

James Milner er einnig byrjaður að æfa með liðinu en hann missti af síðasta leik Liverpool í ensku úrvalsdeildinni gegn Brighton vegna meiðsla.

Þegar Klopp var spurður út í framtíð Can hjá Liverpool sagðist hann ekki hafa hugmynd um hana.

„Það er ekki mikilvægt í augnablikinu ef ég á að vera hreinskilinn. Í augnablikinu er hann 100% hjá Liverpool og það er það eina sem skiptir mig máli. Ég hef í alvöru ekki hugmynd um hvað gerist svo."
Athugasemdir
banner
banner