Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 08:00
Ingólfur Stefánsson
Lingard: Versta sem ég hef upplifað í fótbolta
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard leikmaður Manchester United segir að tapið í úrslitum FA bikarsins gegn Chelsea á laugardag sé það versta sem hann hefur upplifað á fótboltaferlinum.

Lingard, sem var tekinn af velli á 73. mínútu, segir að úrslit leiksins hafi ekki verið sanngjörn niðurstaða og þakkaði stuðningsmönnunum liðsins fyrir frábæran stuðning í vetur í færslu á Instagram síðu sinni.

„Ég veit ekki hvað ég á að sega, versta tilfinning sem ég hef upplifað í fótbolta hingað til. Við verðskulduðum ekki tapið en svona er fótboltinn."

„Aðdáendurnir hafa verið frábærir alla leiktíðina og staðið við bakið á okkur sama hvað og ég get aðeins sagt takk."


Lingard átti sína bestu leiktíð fyrir Manchester United til þessa en hann skoraði 13 mörk á leiktíðinni og var næst markahæsti leikmaður liðsins á eftir Romelu Lukaku. Þá lagði hann upp 6 mörk.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner