Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Matic vill fá reynslumeiri leikmenn
Mynd: Getty Images
Nemanja Matic trúir því að Manchester United þurfi að fá reynslumeiri leikmenn til liðsins í næsta félagskiptaglugga til þess að geta keppt um titilinn á næsta tímabili.

Tap gegn Chelsea í úrslitum FA bikarsins síðastliðinn laugardag þýddi að liðið er án titils á þessu tímabili þrátt fyrir að hafa eytt næstum því 170 milljónum punda síðastlið sumar.

Þrátt fyrir það finnst Matic að United þurfi að gefa Jose Mourinho pening til þess að eyða í sumar ef þeir eiga að vera með í baráttunni um titla á næsta tímabili.

„Ég held að við þurfum leikmenn sem koma með reynslu og gæði í lið okkar," sagði Matic.

„Eftir það getum við barist um titlana hér heima sem og í meistaradeildinni. Ég held að við höfum bætt okkur. Á síðasta tímabili endaði United í sjötta sæti. Þar áður í fimmta sæti."

„Svo að við höfum bætt okkur, við erum í öðru sæti. Eina liðið sem var betra en við í ár voru Manchester City."
Athugasemdir
banner
banner