Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 12:34
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Iniesta naut augnabliksins aleinn á Nývangi
Mynd: Getty Images
Myndir sem segja meira en þúsund orð.

Goðsögnin Andrés Iniesta eyddi tíma einn með sjálfum sér á miðjum Nývangi heimavelli Barcelona eftir lokaleik sinn með félaginu.

Spánverjinn lék sinn síðasta leik fyrir félagið í 1-0 sigri gegn Real Sociedad á sunnudaginn.

Hann hefur leikið yfir 600 leiki á 22 ára ferli sínum hjá Barca og eftir lokaleikinn fékk hann heiðursvörð og hélt ræðu fyrir stuðningsmenn.

Iniesta sem er 34 sat berfættur á miðjuhringnum á Nývangi og samkvæmt fréttum var hann þar til 1 eftir miðnætti.

Iniesta er ekki hættur að spila þrátt fyrir að blómlegum ferli hjá Börsungum sé lokið. Talið er líklegast að hann muni fara til Kína.
Athugasemdir
banner
banner
banner