Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Nainggolan ekki með á HM
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, fyrrverandi stjóri Everton, kynnti 28 manna landsliðshóp Belgíu í dag en hann verður minnkaður niður í 23 leikmenn fyrir 4. júní.

Belgíska landsliðið hefur úr ansi öflugum leikmönnum að velja og verður með einn af bestu leikmannahópum Heimsmeistaramótsins í Rússlandi.

Radja Nainggolan, einn af bestu miðjumönnum ítalska boltans, fer ekki með Belgíu á HM. Martinez segir það vera taktíska ákvörðun að velja hann ekki.

Nainggolan er nefnilega ansi fjölhæfur miðjumaður sem er öflugur bæði varnar- og sóknarlega.

Christian Benteke, Yannick Carrasco, Nacer Chadli, Marouane Fellaini og Adnan Januzaj eru meðal leikmanna sem voru valdir í hópinn framyfir Nainggolan.

Landsliðshópur Belgíu:
Toby Alderweireld, Michy Batshuayi, Christian Benteke, Dedryck Boyata, Yannick Carrasco, Koen Casteels, Nacer Chadli, Laurent Ciman, Thibaut Courtois, Kevin De Bruyne, Mouse Dembele, Leander Dendoncker, Marouane Fellaini, Eden Hazard, Thorgan Hazard, Adnan Januzaj, Christian Kabasele, Vincent Kompany, Jordan Lukaku, Romelu Lukaku, Dries Mertens, Thomas Meunier, Simon Mignolet, Matz Sels, Youri Tielemans, Thomas Vermaelen, Jan Vertonghen, Axel Witsel.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner