Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. maí 2018 11:41
Ívan Guðjón Baldursson
Nainggolan hættur með landsliðinu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Radja Nainggolan var ekki valinn í 28 manna hóp belgíska landsliðsins fyrir Heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Valið kom mörgum á óvart enda er Nainggolan einn af betri miðjumönnum knattspyrnuheimsins í dag.

Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belgíu, sagði ákvörðunina vera taktíska en Nainggolan sér aðra ástæðu fyrir því að hann var ekki valinn.

„Því miður legg ég landsliðsskóna á hilluna. Ég hef alltaf gert allt í mínu valdi til að gera vel fyrir belgíska landsliðið, en að vera maður sjálfur getur farið í taugarnar á fólki," skrifaði Nainggolan á Instagram.

„Frá og með deginum í dag verð ég stuðningsmaður númer 1."

Nainggolan er þrítugur og hefur gert 6 mörk í 29 keppnisleikjum fyrir Belgíu.


Athugasemdir
banner
banner
banner