Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 21. maí 2018 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pellegrini verður launahæsti stjóri í sögu West Ham
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar eru sammála um að Manuel Pellegrini taki við West Ham United á næstu dögum.

Pellegrini mun skrifa undir þriggja ára samning sem er virði 5-7 milljón punda á ári. Hann verður þar með launahæsti knattspyrnustjóri í sögu félagsins.

Fyrsti leikmaðurinn til að ganga til liðs við félagið verður líklega Yaya Toure. Yaya er 35 ára gamall og verður samningslaus í sumar eftir átta ár hjá Manchester City.

Pellegrini þjálfaði Yaya í þrjú ár hjá City en fór svo yfir í kínversku deildina til Hebei China Fortune. Pellegrini hefur áður stýrt félögum á borð við River Plate, Villarreal, Real Madrid og Malaga.

Hamrarnir enduðu í þrettánda sæti ensku deildarinnar í ár, níu stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner