Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 21. maí 2018 21:00
Ingólfur Stefánsson
Southgate bannar læknisskoðanir á HM
Mynd: Getty Images
Leikmenn enska landsliðsins munu ekki fá leyfi til þess að fara í læknisskoðanir hjá félagsliðum ef þeir vilja skipta um félag á meðan HM stendur yfir.

Nokkrir leikmenn í leikmannahóp Gareth Southgate eru líklegir til þess að skipta um lið í sumar. Markvörður Stoke, Jack Butland og Danny Rose, bakvörður Tottenham eru meðal þeirra. Umboðsmenn leikmanna munu fá leyfi til þess að heimsækja hótel landsliðsins á frídögum.

Southgate segir þó að það sé of mikil truflun að senda leikmenn í læknisskoðanir á meðan þeir séu að spila fyrir land sitt á stórmóti.

„Ég held að það séu ekki nein félög sem ætlast til þess að við munum leyfa læknisskoðanir á meðan mótinu stendur. Það mun ekki gerast á meðan við spilum í Rússlandi."
Athugasemdir
banner
banner