Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 21. júní 2015 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Heimir Guðjóns: Kemur á óvart ef það verða ekki 3000 manns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyjafréttir
Stórleikur 9. umferðar er án efa leikur FH og Breiðabliks sem fram fer í Kaplakrika í kvöld.

Þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar, FH á toppnum með 19 stig en Blikar með 18 í 2. sætinu.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir að leikurinn leggist mjög vel í hann.

„Blikarnir hafa verið að spila mjög vel og eru ósigraðir í deildinni. Þetta verður góður leikur. Tvö góð knattspyrnulið."

Bæði lið spiluðu í bikarnum á fimmtudaginn, Blikarnir fóru í framlengingu þar sem þeir töpuðu gegn 1. deildarliði KA. Heimir reiknar ekki með því að það eigi eftir að skipta máli í kvöld.

„Menn hafa verið að æfa vel yfir veturinn og eiga að þola eitthvað smá álag. Ég held að það eigi ekki eftir að hjálpa okkur neitt á sunnudaginn."

„Ef við höldum hinsvegar að það hjálpi okkur þá lendum við í veseni."

„Mér finnst við hafa verið að bæta okkur. Við eigum töluvert inni. Við getum spilað betur og lengt spilkaflana hjá okkur. Það er bara 9. umferð og við stefnum á að reyna bæta okkur," sagði Heimir sem býst við því að allir leikmenn liðsins verði tilbúnir í slaginn í kvöld, fyrir utan Jonathan Hendricks sem er enn meiddur. Heimir vonast eftir góðri mætingu á völlinn í kvöld.

„Það kæmi mér á óvart ef það verður ekki 3000 manns á vellinum."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner