City og Real með augu á Olise - Bentancur að framlengja við Tottenham - Saka fær launahækkun
Guðni Eiríks: Skortur á fókus
Thelma Karen: Það verður fróðlegt að sjá sendingarhlutfallið
Arnar: Hver hefði trúað því eftir Kósovó leikina?
Álfhildur Rósa: Við samgleðjumst honum heldur betur
Einar Guðna: Þetta var þroskuð frammistaða
Nik: Aðal fókusinn er Breiðablik
Óli Kristjáns: Þetta snerist ekkert um það
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
banner
   sun 21. júní 2015 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Heimir Guðjóns: Kemur á óvart ef það verða ekki 3000 manns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyjafréttir
Stórleikur 9. umferðar er án efa leikur FH og Breiðabliks sem fram fer í Kaplakrika í kvöld.

Þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar, FH á toppnum með 19 stig en Blikar með 18 í 2. sætinu.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir að leikurinn leggist mjög vel í hann.

„Blikarnir hafa verið að spila mjög vel og eru ósigraðir í deildinni. Þetta verður góður leikur. Tvö góð knattspyrnulið."

Bæði lið spiluðu í bikarnum á fimmtudaginn, Blikarnir fóru í framlengingu þar sem þeir töpuðu gegn 1. deildarliði KA. Heimir reiknar ekki með því að það eigi eftir að skipta máli í kvöld.

„Menn hafa verið að æfa vel yfir veturinn og eiga að þola eitthvað smá álag. Ég held að það eigi ekki eftir að hjálpa okkur neitt á sunnudaginn."

„Ef við höldum hinsvegar að það hjálpi okkur þá lendum við í veseni."

„Mér finnst við hafa verið að bæta okkur. Við eigum töluvert inni. Við getum spilað betur og lengt spilkaflana hjá okkur. Það er bara 9. umferð og við stefnum á að reyna bæta okkur," sagði Heimir sem býst við því að allir leikmenn liðsins verði tilbúnir í slaginn í kvöld, fyrir utan Jonathan Hendricks sem er enn meiddur. Heimir vonast eftir góðri mætingu á völlinn í kvöld.

„Það kæmi mér á óvart ef það verður ekki 3000 manns á vellinum."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner