Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
banner
   sun 21. júní 2015 10:00
Arnar Daði Arnarsson
Heimir Guðjóns: Kemur á óvart ef það verða ekki 3000 manns
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Eyjafréttir
Stórleikur 9. umferðar er án efa leikur FH og Breiðabliks sem fram fer í Kaplakrika í kvöld.

Þarna mætast tvö efstu lið deildarinnar, FH á toppnum með 19 stig en Blikar með 18 í 2. sætinu.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir að leikurinn leggist mjög vel í hann.

„Blikarnir hafa verið að spila mjög vel og eru ósigraðir í deildinni. Þetta verður góður leikur. Tvö góð knattspyrnulið."

Bæði lið spiluðu í bikarnum á fimmtudaginn, Blikarnir fóru í framlengingu þar sem þeir töpuðu gegn 1. deildarliði KA. Heimir reiknar ekki með því að það eigi eftir að skipta máli í kvöld.

„Menn hafa verið að æfa vel yfir veturinn og eiga að þola eitthvað smá álag. Ég held að það eigi ekki eftir að hjálpa okkur neitt á sunnudaginn."

„Ef við höldum hinsvegar að það hjálpi okkur þá lendum við í veseni."

„Mér finnst við hafa verið að bæta okkur. Við eigum töluvert inni. Við getum spilað betur og lengt spilkaflana hjá okkur. Það er bara 9. umferð og við stefnum á að reyna bæta okkur," sagði Heimir sem býst við því að allir leikmenn liðsins verði tilbúnir í slaginn í kvöld, fyrir utan Jonathan Hendricks sem er enn meiddur. Heimir vonast eftir góðri mætingu á völlinn í kvöld.

„Það kæmi mér á óvart ef það verður ekki 3000 manns á vellinum."

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner