banner
   fim 21. júní 2018 09:50
Arnar Daði Arnarsson
2000 Íslendingar á vellinum á morgun?
Ísland - Nígería á morgun
Icelandair
Íslendingarnir verða fyrir aftan hornfánann vinstra megin.
Íslendingarnir verða fyrir aftan hornfánann vinstra megin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki hafa fengist staðfestar tölur frá FIFA um það hversu margir íslenskir stuðningsmenn verða á vellinum á leik Íslands og Nígeríu á morgun.

Leikurinn fer fram á Volgograd leikvanginum í Volgograd sem tekur 43,713 áhorfendur í sæti.

Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, segist búast við í kringum 2000 íslenskum áhorfendum á vellinum á morgun. Engar staðfestar tölur hafa þó borist.

Það er öllu færri en var á fyrsta leik Íslands gegn Argentínu í fyrstu umferðinni í Moskvu en þar var í kringum 5000 íslenskir áhorfendur.

Þrjár flugvélar koma sérstaklega með íslenska stuðningsmenn til Volgograd í dag en í þeim eru 578 stuðningsmenn.

Fleiri stuðningsmenn hafa einnig komið í lestarferðum og flugvélum frá Moskvu eftir fyrsta leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner