fim 21. júní 2018 20:15
Magnús Már Einarsson
Babangida: Leikurinn gegn Íslandi erfiðari en gegn Argentínu
Icelandair
Babangida í leik með Nígeríu á sínum tíma.
Babangida í leik með Nígeríu á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Tijani Babangida, fyrrum landsliðsmaður Nígeríu, hefur varað við því að leikurinn gegn Íslandi verði mögulega erfiðari en leikurinn gegn Argentínu í lokaumferð D-riðils.

Babangida spilaði á sínum tíma 44 landsleiki með Nígeriu en hann fór á HM með liðinu.

Nígería verður að ná einhverju út úr leiknum gegn Íslandi á morgun til að halda lífi í vonum sínum á HM.

„Ég tel að leikurinn gegn Íslandi geti jafnvel verið erfiðari en leikurinn við Argentínu," sagði hinn 44 ára gamli Babangida við Goal.

„Við gerðum mistök árið 1998 þegar við spiluðum gegn Danmörku. Þeir slógu okkur út því við vorum þegar byrjaðir að hugsa um næsta leik gegn Brasilíu."
Athugasemdir
banner
banner
banner