Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. júní 2018 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emre Can til Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Þýski miðjumaðurinn Emre Can er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við Juventus.

Can gekkst undir læknisskoðun hjá Ítalíumeisturunum í dag og í kjölfarið var tilkynnt um skiptin. Hann kemur til Juventus eftir að hafa runnið út á samningi hjá Liverpool.

Can lék 115 leiki fyrir Liverpool en honum hefur verið frjálst að ræða við félög utan Englands síðan í janúar.

Síðasti leikur hins 24 ára gamla Can fyrir Liverpool kom í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í 3-1 tapi fyrir Real Madrid.

Liverpool keypti Fabinho frá Mónakó til að fylla í skarð Can.



Athugasemdir
banner
banner
banner