Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júní 2018 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Heimasíða Man Utd 
Fred kynntist Man Utd í gegnum tölvuleiki
Fred, nýjasti leikmaður Manchester United.
Fred, nýjasti leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fyrr í dag voru félagaskipti brasilíska miðjumannsins Fred til Manchester United gerð kunn. Hann var keyptur frá Shakhtar Donetsk fyrir 47 milljónir punda.

Hann er annar leikmaðurinn sem félagið fær til sín í sumar á eftir bakverðinum Diogo Dalot. Fred er 25 ára gamall og er í brasilíska landsliðshópnum á HM.

Hann kveðst mjög ánægður að vera kominn til United. „Þetta er stærsta félag í heimi og er gríðarlega ánægður að vera orðinn hluti af þessu magnaða liði," sagði Fred í sínu fyrsta viðtali sem leikmaður Manchester United.

„Að vinna með Jose Mourinho, þjálfara sem hefur unnið svo marga titla á sínum ferli, er tækifæri sem ekki hægt var að hafna. Ég er mjög ánægður, ánægður að vera hérna og fá tækifæri til þess að spila fyrir þetta félag."

„Þegar ég var ungur, var Manchester United nafn sem ég heyrði oft, þetta var nafn sem ég var vanur að sjá í tölvuleikjum. Ég var vanur að leika mér með Man Utd í tölvuleikjum."

Fred segist jafnframt stefna að því að vinna titla með United en núna er hann að einbeita sér að HM með Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner