Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. júní 2018 20:00
Arnar Daði Arnarsson
Heimir ekkert heyrt í Lars á meðan á HM stendur
Icelandair
Roland og Lars á EM í Frakklandi.
Roland og Lars á EM í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erlendir fjölmiðlamenn eru ennþá áhugasamir um Lars Lagerback og hans tengsl við íslenska landsliðið þrátt fyrir að tvö ár eru liðin frá því að hann hætti störfun hjá KSÍ.

Á fréttamannafundi íslenska landsliðsins spurði norskur blaðamaður Heimi að því hvort hann hafi verið í sambandi við Lars Lagerbäck á meðan á HM stendur.

„Ég hef ekkert talað við Lars en við erum með góðan vin hans, Roland Andersson. Ég held að það sé nóg af áhrifum frá þeim hluta heimsins,“ sagði Heimir en Lars er þjálfari norska landsliðsins.

Roland Andersson, þessi sem Heimir minnist á starfar sem njósnari íslenska liðsins en hann hóf störf fyrir Ísland þegar Lars var við stjórnvölinn.

Þó svo að Heimir hafi ekkert heyrt í Lars á meðan á HM stendur býst Heimir þó við því að Lars sé að fylgjast með.

„Ég býst við því að Lars muni horfa á leikina okkar á HM og ég veit að ég get haft samband við hann ef þess þarf,“ sagði Heimir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner