Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. júní 2018 14:39
Magnús Már Einarsson
Heimir heilsaði upp á Íslendinga í Fan Zone
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, nýtti frítíma hjá landsliðinu í dag til að kíkja í Fanzoneið í Volgograd.

Allir leikir HM eru sýndir á risatjaldi í Fanzone og Heimir kíkti á svæðið þegar leikur Danmerkur og Ástralíu var í gangi.

Íslenskum stuðningsmönnum er að fjölga í Volgograd fyrir leikinn gegn Nígeríu á morgun og Heimir gaf sér tíma til að spjalla við þá stuðningsmenn sem voru mættir í Fanzone í dag.

Leikmenn og starfsfólk íslenska landsliðsins fengu frí eftir æfingu í dag til að hitta fjölskyldur sínar í Volgograd og skoða borgina.

Einhverjir þeirra ætluðu meðal annars að skoða styttuna tignarlegu 'Móðurlandið kallar' en það er stærsta stytta Evrópu.

Heimir byrjaði á að kíkja í Fanzone og létt var yfir honum eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.



Athugasemdir
banner
banner