banner
   fim 21. júní 2018 10:54
Magnús Már Einarsson
Heimir: Það verða einhverjar breytingar
Ísland-Nígería á morgun
Icelandair
Heimir á fréttamannafundinum í dag.
Heimir á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, segir að breytingar verði á byrjunarliði íslenska landsliðsins fyrir leikinn gegn Nígeríu á morgun.

Afar ólíklegt er að Jóhann Berg Guðmundsson spili og Rúrik Gíslason þykir líklegastur til að koma inn.

Heimir gæti gert frekari breytingar á byrjunarliðinu og jafnvel leikskipulagi miðað við ummæli hans í dag.

Arnar Björnsson spurði Heimi hvort hann væri búinn að ákveða hversu margar breytingar verða á liðinu frá því gegn Argentínu um síðustu helgi.

„Við vorum alltaf búnir að vera með eitthvað plan í huganum," sagði Heimir á fréttamannafundi í dag.

„Það verða örugglega einhverjar breytingar. Það var alltaf í huga okkar. Ég ætla ekki að gefa upp hvað það er og hversu miklar þær eru."
Athugasemdir
banner
banner
banner