Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2018 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Annar naumur sigur og Frakkar eru komnir áfram
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Getty Images
Mbappe tryggði Frökkum sigur.
Mbappe tryggði Frökkum sigur.
Mynd: Getty Images
Frakkland 1 - 0 Perú
1-0 Kylian Mbappe ('34 )

Frakkland er komið í 16-liða úrslit Heimsmeistaramótsins eftir sigur á Perú í C-riðli í öðrum leik dagsins á HM.

Fyrsti táningurinn til að skora á stórmóti
Frakkar voru ekki sérlega sannfærandi í sínum fyrsta leik á mótinu gegn Ástralíu síðastliðinn laugardag. Þar unnu þeir 2-1 með sigurmarki þegar 10 mínútur voru eftir.

Frakkar líklegri aðilinn í fyrri hálfleiknum og það voru þeir sem náðu forystunni á 34. mínútu. Kylian Mbappe skoraði markið eftir skot Olivier Giroud. Mbappe var þar með fyrsti táningurinn til að skora fyrir franska landsliðið á stórmóti. Mbappe er aðeins 19 ára og á klárlega framtíðina fyrir sér.


Perú úr leik
Perúmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna í seinni hálfleiknum, þeir reyndu allt hvað þeir gátu en það datt ekki fyrir þá í dag. Lokatölur 1-0 fyrir Frakkland.

Fínn fyrri hálfleikur skóp þennan sigur hjá Frökkum sem eru eins og áður segir komnir í 16-liða úrslit. Verður það ekki að teljast jákvætt að vera með fullt hús stiga og farseðilinn í 16-liða úrslit þrátt fyrir að hafa ekki verið upp á sitt besta?

Hvað gerist næst?
Frakkland spilar við Danmörku í úrslitaleik um fyrsta sætið. Danmörk þarf sigur til að ná fyrsta sætinu, annars tekur Frakkland það. Ef Frakkland vinnur þá gæti Ástralía stolið öðru sætinu með sigri á Perú.

Perú á engan möguleika á því að fara áfram eftir að hafa tapað báðum sínum leikjum hingað til og ekki skorað mark.

Þess ber að geta að liðin sem munu fara upp úr þessum riðli munu mæta liðunum sem fara upp úr riðli okkar Íslendinga.
Athugasemdir
banner
banner