Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júní 2018 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Innkastið sem allir eru að tala um
Mynd: Getty Images
Spánn sigraði Íran 1-0 á Heimsmeistaramótinu í gær. Leikurinn var erfiður fyrir Spánverja en Diego Costa tryggði þeim sigurinn á 54. mínútu með heppnismarki.

Íranar gáfu Heimsmeisturunum frá 2010 alvöru leik og hefðu alveg klárlega getað fengið stig út úr leiknum.

Þegar lítið var eftir af leiknum freistaði Íran þess að jafna metin. Í uppbótartímanum ætlaði varnarmaðurinn Milad Mohammadi að taka langt innkast að hætti Arons Einars, eða öllu frekar Steinþórs Freys Þorsteinssonar þegar hann lék með Stjörnunni. Milad fór í kollhnís og ætlaði að grýta boltanum inn á teiginn.

Það fór ekki alveg eins og hann hafði planað. Milad var búinn að kyssa boltann, líta upp til himins og allt saman.

Myndband af þessu má sjá með því að smella hérna. Eitt besta augnablik í sögu HM vilja einhverjir meina.

Þess má geta að eftir misheppnuðu tilraunina þá tók Milad innkastið stutt.















Athugasemdir
banner
banner
banner