Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2018 11:01
Magnús Már Einarsson
Volgograd
Japanskir sjónvarpsmenn mældu grasið hjá Íslandi með reglustiku
Icelandair
Íslenska liðið fyrir æfingu í dag.
Íslenska liðið fyrir æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Japanskir sjónvarpsmenn mættu með reglustiku fyrir æfingu íslenska liðsins í dag og freistuðu þess að mæla hæðina á grasinu á Volgograd leikvanginum.

Mælingar þeirra eru nokkuð ómarktækar þar sem þeir gátu einungis mælt grasið fyrir utan leikvöllinn sjálfan. Það gras er hærra en grasið á vellinum.

Engu að síður kom spurning um mælingar þeirra á fréttamannafundi Íslands. Þar vitnaði rússneskur útvarpsmaður í mælingar Japanana og bað um skoðun Heimis Hallgrímssonar og Arons Einars Gunnarssonar á vellinum.

„Mér fannst völlurinn vera mjög góður. Hann er mjög þurr sem er skiljanlegt, en annars fannst mér völlurinn vera í lagi," sagði Heimir en 33 stiga hiti var þegar æfing Íslands fór fram í dag.

„Um leið og þeir vökvuðu völlinn þá varð hann strax betri, en þegar hann verður þurr þá stoppar boltinn fyrr. Það var gott að fá æfingu á leikvellinum og kynnast honum aðeins. Það hjálpar alltaf," sagði Aron.
Athugasemdir
banner
banner
banner