Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 21. júní 2018 06:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Jason Steele á leið til Brighton
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeildarlið Brighton er í viðræðum við Sunderland um að fá Jason Steele sem varamarkvörð fyrir Mat Ryan.

Tim Krul og Niki Maenpaa eru líklega á leið frá félaginu og þarf Brighton því markvörð.

Steele er fyrrum U21 árs landsliðsmaður Englands en hann hefur leikið yfir 250 leiki í Championship deildinni fyrir Sunderland, Blackburn og MIddlesbrough.

Steele var einnig hluti af liði Bretlands á Ólympíuleikjunum í Lundúnum árið 2012

Ferill Steele hefur verið á einhverri niðurleið en hann hefur fallið síðustu tvö tímabil úr Championship deildinni, fyrst með Blackburn og svo síðast með Sunderland.

Steele yrði varamarkvörður Ryan en Ryan er á heimsmeistaramótinu með Ástralíu. Ryan mun líklega missa af einhverjum leikjum í janúar þar sem Ástralía mun leika í Asíubikarnum í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner