Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 21. júní 2018 06:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Loftus-Cheek gæti yfirgefið Chelsea
Loftus-Cheek í leik með Palace á síðasta tímabili
Loftus-Cheek í leik með Palace á síðasta tímabili
Mynd: Getty Images
Ruben Loftus-Cheek gæti yfirgefið Chelsea ef hann mun ekki fá byrjunarliðssæti í liðinu á næsta tímabili.

Frá árinu 2014 hefur hann leikið 31 leik fyrir Chelsea og 19 af þeim hefur hann komið inn á sem varamaður.

Loftus-Cheek var á láni hjá Crystal Palace í fyrra.

Hann er í landsliðshópi Englands á HM og kom inn á gegn Túnis og svo gæti farið að hann byrji gegn Panama á sunnudag ef Dele Alli verður ekki klár.

En Loftus-Cheek veit að hann þarf að spila reglulega með félagsliði ef hann ætlar að vera áfram í landsliðinu.

„Það er lykillinn fyrir næsta tímabil, sama hvar ég enda. Ég vil spila. Ég vil spila eins mikið og ég get," sagði Englendingurinn ungi.
Athugasemdir
banner
banner