Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 21. júní 2018 21:45
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Stærsta tap Argentínu í riðlakeppni HM frá 1958
Fyrsta skipti síðan 1974 sem Argentína nær ekki að vinna fyrstu tvo leiki sína
Það er súrt yfir Argentínumönnum þessa stundina
Það er súrt yfir Argentínumönnum þessa stundina
Mynd: Getty Images
Argentína tapaði 3-0 gegn Króötum í kvöld en þetta er stærsta tap Argentínu í riðlakeppni HM frá því árið 1958.

Argentína tapaði þá 6-1 gegn Tékkóslóvakíu.

Argentína eru tvöfaldir heimsmeistarar og ein stærsta þjóðin á HM.

Þá komust þeir í úrslitaleikinn á síðasta heimsmeistaramóti en töpuðu gegn Þjóðverjum.

Nú er hins vegar útlitið orðið svart fyrir Argentínu en liðið er í mikilli hættu með að falla úr leik strax í riðlakeppninni.

Þá er þetta í fyrsta skipti síðan árið 1974 þar sem Argentína nær ekki að vinna tvo fyrstu leiki sína í riðlakeppninni en ásamt tapinu í kvöld gerði Argentína jafntefli gegn Íslendingum líkt og alþjóð veit.
Athugasemdir
banner
banner