Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júní 2018 15:20
Magnús Már Einarsson
Þjálfari Nígeríu býst við 20 þúsund Íslendingum á völlinn
Icelandair
Búist er við 2000-3000 íslenskum stuðningsmönnum á morgun.
Búist er við 2000-3000 íslenskum stuðningsmönnum á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gernt Rohr, þjálfari Nígeríu, virðist reikna með talsvert fleiri íslenskum stuðningsmönnum á leikinn á morgun heldur en mæta á leikinn.

KSÍ reiknar með að stuðningsmenn Íslands á morgun verði 2000-3000 og svipaður fjöldi stuðningsmanna kemur frá Nígeríu.

„Eru ekki 20 þúsund Íslendingar á leið á völlinn á morgun? Það mun halla á okkur í stúkunni" sagði Rohr á fréttamannafundi í dag og virtist vera alvara.

Rohr talaði í kjölfarið um að króatískir stuðningsmenn hefðu verið mun fleiri á vellinum á laugardaginn en nígerískir stuðningsmenn þegar liðin áttust við.

Rohr tjáði sig einnig um hitstigið en 31 stiga hiti verður á Volgograd leikvanginum á morgun þegar flautað verður til leiks. Rohr sagði að það muni mögulega henta Nígeríu betur en bætti við að flestir leikmenn liðsins spili vanalega við lægra hitastig með félagsliðum sínum í Evrópu.
Athugasemdir
banner