Liverpool undirbýr mettilboð í Alexander Isak - Rasmus Höjlund nálgast Napoli
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
banner
   sun 21. júlí 2013 20:31
Jóhann Óli Eiðsson
Óli Kristjáns: Ef ég spila þeim ekki núna, hvenær þá?
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Ég er ánægður með erfið þrjú stig," voru fyrstu viðbrögð Ólafs Kristjánssonar, þjálfara Breiðabliks, eftir sigur sinna manna gegn Þór á Akureyri fyrr í kvöld.

,,Við komumst snemma í tvö núll og Gulli mætti með sparihanskana og varði víti. Það fór eilítið um mig þegar þeir minnkuðu muninn en strákarnir silgdu þessu heim."

,,Við erum með stóran og breiðan hóp og það þurfa allir að standa vaktina. Ef ég spila ekki mönnum sem lítið spila eftir svona þétt prógram hvenær á þá að spila þeim? Menn stigu upp og skiluðu sínu. Við erum að spila á þremur vígstöðvum og þurfum að spila leiki og hvíla sig á milli leikja til að koma ferskur í næsta leik,"
en Breiðablik hefur verið að spila þétt að undanförnu. Síðastliðinn fimmtudag átti liðið leik gegn Sturm Graz frá Austurríki og leikur úti næstkomandi fimmtudag.

,,Við erum nokkurn vegin á pari í deildinni held ég. Hvar þetta par er nákvæmlega veit ég ekki alveg en við erum með tvö stig í leik um það bil svo við erum á ágætis stað," sagði Ólafur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir