mán 21. júlí 2014 22:22
Daníel Freyr Jónsson
Ágúst Gylfa: Algjört einbeitingarleysi hjá okkur
Ágúst Gylfason.
Ágúst Gylfason.
Mynd: Fótbolti.net - Torfi Jóhannsson
,,Þetta var mjög svekkjandi, að fá þetta alveg í lokin," sagði svekktur Ágúst Þór Gylfason, stjóri Fjölnis, eftir 1-0 tap gegn Víking í kvöld.

Allt stefndi í marklaust jafntefli þegar Igor Taskovic tók sig til og þrumaði boltanum í net Fjölnis á 88. mínútu.

,,Fyrri hálfleikurinn var mjög rólegur og við sköpuðum í raun eina færið í honum, það var ótrúlegt að við skildum ekki ná að skora þar. Það var jafnræði með liðunum í seinni hálfleik og kannski ekkert í gangi."

,,Þetta er hrikalega vont, náttúrulega algjört einbeitingarleysi hjá okkur að vera ekki búnir að koma boltanum í burtu. Mér fannst spilamennskan góð en það er erfitt að vera ánægður þegar maður tapar 1-0 á 90. mínútu. Þeir kláruðu þetta með stæl, það er skemmtilegast að vinna svona."

,,Bæði lið komu varfærnislega inn í þetta og voru hugsanlega sátt við eitt stig. Við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur og vildum halda jöfnu. Að fá þetta í lokin var skelfilegt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner