mán 21. júlí 2014 17:30
Magnús Már Einarsson
James Rodriguez á flottasta markið á HM
James Rodriguez.
James Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Lesendur Fifa.com hafa valið mark James Rodriguez sem flottasta markið á HM í Brasilíu.

James varð markakóngur mótsins með sex mörk en fallegasta markið kom í sigri á Úrúgvæ í 16-liða úrslitunum.

James tók þá boltann á kassann fyrir utan vítateig áður en hann skoraði með skoti í lofti í slána og inn.

Mark Robin van Persie gegn Spánverjum var í öðru sætinu í kjörinu en hann skoraði þá með frábærum flugskalla.

James er þriðji Suður-Ameríkmaðurinn í röð til að vinna þessi verðlaun en Diego Forlan átti flottasta markið á HM 2010 og Maxi Rodriguez árið 2006.

Hér að neðan má sjá mark James.


Taktu þátt í HM-umræðunni á Facebook! Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook þar sem oft skapast líflegar umræður um boltann.
Athugasemdir
banner
banner
banner